131. löggjafarþing — 65. fundur,  2. feb. 2005.

Iðnaðarframleiddar transfitusýrur í matvælum.

403. mál
[16:13]

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S):

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir þessar spurningar og þá umfjöllun sem hún hefur haft um þessi mál sem eru svo sannarlega ekki einföld. Ég vil hins vegar ítreka að ekki ber að skilja orð mín svo að ekki sé áhugi á þessum málum í umhverfisráðuneytinu. Staða málanna er einfaldlega sú að við erum að fylgjast með reynslu annarra þjóða, og þá einkum Dana, en að svo stöddu hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um framhaldið.