131. löggjafarþing — 66. fundur,  3. feb. 2005.

Einkamálalög og þjóðlendulög.

190. mál
[15:47]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Ég vona þá að við getum orðið sammála um þann skilning á frumvarpinu að eins og reglurnar eru er verið að skerða réttindi 90% Íslendinga til að sækja rétt á kostnað ríkisvaldsins sem varðar almennar reglur. Ég vona að ég sé ekki að snúa út úr og þetta sé einmitt kjarni málsins.