131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Fsp. 2.

[15:16]

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég geri mér grein fyrir því að það á að sjálfsögðu ekki að fjarstýra opinberum stofnunum úr ráðuneytum. Hins vegar getum við haft og höfum væntanlega um það stefnu að gegnsæið sé sem mest og að almenningur eigi sem auðveldastan aðgang að upplýsingum og geti fylgst með þeim og dregið af þeim upplýsingum sínar ályktanir. Við getum auðvitað haft uppi þá stefnu og þá skoðun að þessar upplýsingar eigi að vera tiltækar á vef Samkeppnisstofnunar og beint því til stofnunarinnar að hún skoði það og vinni í því. Til þess þarf hún auðvitað líka fjármuni og þeir fjármunir eru skammtaðir af hinu háa Alþingi.