131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Fsp. 4.

[15:27]

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin en vil spyrja hana í framhaldinu hvort hún muni gera það sama við grunnskólann. Mun hún heimsækja grunnskólann í landinu og heyra ofan í skólasamfélagið sem þarf þrífst? Þessar tillögur, þessar breytingar, þessi stytting á námstíma kemur einnig mjög við starf grunnskólanna og hefur í för með sér kannski að mörgu leyti meiri breytingu fyrir starfsemi grunnskólanna en starfsemi framhaldsskólanna. Ef þessar tillögur ganga eftir er í framhaldsskólunum verið að minnka valfrelsið og auka kjarnafögin en færa mörg fög niður í grunnskólann og því spyr ég hæstv. ráðherra hvort hún muni heimsækja grunnskólana og hlusta á hann með sama hætti. Hefur verið gengið frá því að hann verði hafður með í ráðum, sérstaklega þegar litið er til menntunar kennara þar sem hugmyndin hlýtur að breyta henni?

Eins spyr ég aftur hæstv. ráðherra: Munu tillögurnar um styttingu námstíma til stúdentsprófs koma fram á þessu vorþingi eða koma þær fram síðar?