131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Fsp. 5.

[15:37]

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Við í ráðuneytinu fylgjumst að sjálfsögðu grannt með framvindu allri hjá Landsbókasafninu. Ég vil hins vegar undirstrika að ég treysti mætavel dr. Sigrúnu Klöru Hannesdóttur landsbókaverði til að taka á þeim málefnum af því að safnið er sjálfstæð stofnun.

Ég hef ekki haft það fyrir sið að skipta mér um of af sjálfstæðum stofnunum sem heyra undir menntamálaráðuneytið. Það skiptir miklu máli að forstöðumenn ríkisstofnana hafi ákveðið svigrúm til ákvarðanatöku en um leið verða þeir að axla ákveðna ábyrgð, bæði á rekstri og starfsmönnum.