131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Fsp. 5.

[15:39]

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég vil líkt og hv. þm. Ögmundur Jónasson líka fá að vitna í greinar sem birtar hafa verið út af málinu sem hér um ræðir. Þar er t.d. sérstaklega tekið í viðtali við dr. Sigrúnu Klöru Hannesdóttur vegna málsins, með leyfi forseta:

„Sigrún Klara segir að starfsmönnum í handritadeild Landsbókasafnsins hafi verið fjölgað, en tveimur hefur nú verið sagt upp. Hún telur að þrátt fyrir uppsagnirnar geti deildin sinnt sínu hlutverki sem skyldi.“

Segja má að varðandi allt þetta mál að þar er unnið út frá rekstrarlegum forsendum. Hinir fjárhagslegu erfiðleikar, sem eru sem betur fer tímabundnir, eiga ekki að skaða starfsemina. Það á að vera nokkuð ljóst miðað við þau orð sem fallið hafa í þessu máli.