131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

495. mál
[17:08]

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú er það svo samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 17. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum að gert er ráð fyrir að heimilt sé að skjóta hrafn allt árið um kring. Nú vill svo til að hrafn er helgur fugl hjá heiðnum mönnum, ásatrúarmönnum. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann telji að þetta ákvæði beri að fella á brott.