131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

495. mál
[18:15]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að ég verði að upplýsa það enn og aftur að lágmark stofnsins 2003 var ekki marktækt lægri en fyrri lágmörk stofnsins. Það eru bara staðreyndir. Deilurnar snerust aðallega um það haustið 2003 hvort ekki væri hægt að ná fram markmiðunum með vægari úrræðum í staðinn fyrir að fara í þriggja ára veiðibann. Það var það sem deilurnar snerust um.