131. löggjafarþing — 68. fundur,  8. feb. 2005.

Stjórn fiskveiða.

362. mál
[14:22]

sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þingmanni að þorskígildisstuðlarnir eru ákvarðaðir eftir á. En það á líka við veiðieftirlitsgjaldið, það er ákvarðað líka eftir á þannig að það ætti að standast nokkurn veginn á.

Varðandi það að áætla aflann held ég að það hafi skipt þó nokkuð miklu máli og við sjáum það á tölunum, þann afla sem var umfram veiðina á sínum tíma. En það er ágætt að við erum sammála um það að þegar komið er í innan við tíu báta skipti það ekki svo ýkja miklu máli.