131. löggjafarþing — 69. fundur,  9. feb. 2005.

Íslenskukennsla fyrir útlendinga í grunn- og framhaldsskólum.

357. mál
[14:26]

Drífa Hjartardóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Jónínu Bjartmarz fyrir að taka þetta mál upp í þingsölum. Og ég þakka sérstaklega hæstv. menntamálaráðherra fyrir hve góð og jákvæð svör hún kemur með hér og hvað margt gott er verið að gera í menntamálaráðuneytinu til þess að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga í grunn- og framhaldsskólanum því það er eins og komið hefur fram algjör forsenda þess að fólk nái fótfestu í námi að það kunni íslensku. Þess vegna er það mjög jákvætt það sem hér kemur fram. Ég vil bara þakka fyrir að þessi umræða er á svona jákvæðum nótum.