131. löggjafarþing — 69. fundur,  9. feb. 2005.

Neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis.

424. mál
[14:58]

Drífa Hjartardóttir (S):

Hæstv. forseti. Þetta er afskaplega þörf umræða sem fer hér fram. Ég gaf merki um að ég vildi fá að taka þátt í umræðunni eftir orð hv. þm. Margrétar Frímannsdóttur áðan, hvað það skiptir miklu máli að fólk viti af þessari þjónustu sem er í boði. Það var mjög mikilvæg ákvörðun sem hæstv. ráðherra dómsmála, sem þá var Sólveig Pétursdóttir, nú forseti Alþingis, fékk í gegn í ríkisstjórn að setja þetta fjármagn til þessara mála. Það skiptir mjög miklu að þeir fjármunir séu nýttir í þágu þolenda kynferðisafbrota. Ég legg áherslu á að reynt verði að vinna að því að fólki verði kynnt sú þjónusta sem er í boði.