131. löggjafarþing — 71. fundur,  10. feb. 2005.

Geðheilbrigðismál, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra.

[12:34]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel ekki neitt vera í vegi fyrir því en þar er komið að stærra máli, verkaskiptingu ráðuneytanna almennt. Við viljum endurskoða hana. Ég er ekki þeirrar gerðar að ég vilji t.d. hanga eins og hundur á roði á öllum verkefnum ráðuneytisins. Ég tel því fulla þörf á að endurskoða verkaskiptinguna. Við gerðum það varðandi Fjölmennt og komumst að niðurstöðu um hvar verkefnið ætti að vistast og ég tel að það hafi verið áríðandi.

Hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson kom inn á að ég hefði verið lengi að lesa skýrsluna margumræddu frá verkefnisstjóranum. Ég er löngu búinn að lesa hana en hins vegar er skýrslan um að samþætta verkefni þriggja ráðuneyta og jafnvel sveitarfélaga. Þetta tekur því allt sinn tíma (Forseti hringir.) en vonandi þokar því áfram.