131. löggjafarþing — 71. fundur,  10. feb. 2005.

Geðheilbrigðismál, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra.

[12:44]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þingmanni að það þarf ekki alltaf að vera jafnaðarmerki á milli þjónustunnar og þeirra peninga sem veitt er í hana. Við höfum m.a. unnið að breytingum þjónustunnar á þessu sviði og öðrum. Þjónusta utan stofnana er oft persónulegri og betri og kostar ekki jafnmikla fjármuni, eins og fram hefur komið í ræðum hv. þingmanna í umræðunni. Það er því ekki jafnaðarmerki þarna á milli. Aðalatriðið er að stefnan sé ljós og að við vinnum að málinu á sem flestum sviðum. Þetta er flókinn málaflokkur, afskaplega viðkvæmur og þarfnast aðgerða á fjölmörgum sviðum.