131. löggjafarþing — 71. fundur,  10. feb. 2005.

Verðbréfaviðskipti.

503. mál
[13:05]

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er ágætisfyrirspurn í rauninni og ekki óeðlileg. Samkvæmt tilskipuninni er þetta með þessum hætti, þ.e. eins og hér er kveðið á um og ég tel að það gæti orkað tvímælis vegna hagsmuna markaðarins t.d. eða vegna persónuverndar að hafa þetta eins og hv. þingmaður viðraði hér, þ.e. að það væri skylda. Ég tel að varnaðaráhrif af þessu ákvæði eins og það er í frumvarpinu séu augljós og hef alla vega fram til þessa talið að þau væru næg með því að hafa textann eins og raun ber vitni.

Ég tel eðlilegt að þetta sé eitt af því sem verði rætt í hv. efnahags- og viðskiptanefnd. En mér finnst að það þurfi að vera virkilega sterk rök fyrir því að breyta textanum í þá veru sem hv. þingmaður nefndi.