131. löggjafarþing — 74. fundur,  15. feb. 2005.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[15:30]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Gunnar Birgisson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get verið sammála hv. þingmanni um að það borgi sig kannski ekki að hafa of marga háskóla úti um landið. Ég held að þeir eigi að vera einhverjir, en ekki kannski eins margir og þeir eru í dag og þá verði svona markvissari kennsla og annað slíkt. Ef taka á upp slíka kennslu í Iðnskólanum þá held ég að það komi til greina í framtíðinni. Ég held að samfélagið hér eigi eftir að breytast verulega á næstu 10, 15 árum á svipaðan hátt og gerðist í Finnlandi og ég held að þetta form eigi eftir að breytast enn frekar í framtíðarhátæknisamfélagi á Íslandi.

Varðandi rekstrarformið á þessum nýja háskóla þá ræðum við það hér síðar. Ég tel að þetta komi til greina, en það má ekki hafa skólana of marga til að dreifa ekki kröftunum.