131. löggjafarþing — 76. fundur,  17. feb. 2005.

Tilkynning um dagskrá.

[10:33]

Forseti (Halldór Blöndal):

Rétt er að geta þess að tvær utandagskrárumræður eru fyrirhugaðar í dag. Hin fyrri hefst áður en gengið er til dagskrár og er um kosningarnar í Írak. Málshefjandi í þeirri umræðu er hv. þm. Jónína Bjartmarz en hæstv. utanríkisráðherra Davíð Oddsson verður til andsvara.

Hin síðari hefst kl. 1.30 í dag, að loknu hádegishléi, og er um losun koltvísýrings. Málshefjandi í þeirri umræðu er hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir en hæstv. umhverfisráðherra Sigríður A. Þórðardóttir verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.