131. löggjafarþing — 76. fundur,  17. feb. 2005.

Breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn.

435. mál
[11:11]

utanríkisráðherra (Davíð Oddsson) (S):

Herra forseti. Ég hef það ekki á hraðbergi til að svara því í einstökum atriðum. Mér þykja þó þær lýsingar sem á málinu eru gefnar á bls. 2 og 3 skýra það þokkalega. Ég hlýt að vekja athygli á því líka vegna þess að eins og kom fram í máli mínu þegar ég mælti fyrir tillögunni verður lagabreyting að fylgja þessari tillögu. Þá gefst færi á því að taka þá þætti til efnislegrar umræðu.

Ég geri mér grein fyrir því að ég hef ekki þá þekkingu á málefnum vinnumarkaðarins sem hv. þingmaður hefur eftir áratuga starf sitt á þeim vettvangi þannig að ég ráðlegg honum í mikilli vinsemd að fylgjast glöggt með málinu þegar það kemur í lagabreytingaferlið og eins eftir því sem málin þokast í gegnum nefndir þingsins. En ég er ekki með á hraðbergi einstaka þætti er snúa að því sem annars vegar mun snerta kjarasamninga og hins vegar lagasetningaratriðið.