131. löggjafarþing — 77. fundur,  21. feb. 2005.

5. fsp.

[15:32]

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hvet hæstv. ráðherra til að skoða það og líta til Dana með þessa framkvæmd. Ég sé að í skýrslunni telur starfsfólk Tryggingastofnunar æskilegt að þetta sé allt á einni hendi eins og hjá Dönum og eru stjórnvöld hvött til þess að taka upp sambærilega framkvæmd. Ég hvet hæstv. ráðherra til þess um leið og hann skoði af alvöru breytingu á hámarksupphæð bóta vegna heilsutjóns sem hlýst af læknismeðferð hjá heilbrigðisstofnunum.