131. löggjafarþing — 77. fundur,  21. feb. 2005.

Afdrif laxa í sjó.

58. mál
[17:25]

Drífa Hjartardóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er mjög gaman að segja hv. þingmanni Össuri Skarphéðinssyni frá því að mjög víða, t.d. austur í Höfn í Hornafirði, er hópur áhugamanna að reyna þetta sama og hefur verið gert með Rangárnar, að koma á aukinni veiði með sleppingum og að hlúa að veiðistöðum. Þó að mitt sveitarfélag sé ekki í mikilli hættu byggðarlega séð hefur þetta alveg gríðarleg áhrif fyrir byggðina og ekki síst fyrir þau lögbýli sem eiga hlut að ánni og fyrir alla þá ferðaþjónustu og hótelrekstur sem er að byggjast upp og hefur verið að byggjast upp undanfarin ár í tengslum við árnar.