131. löggjafarþing — 78. fundur,  22. feb. 2005.

Stofnun einkahlutafélags um Orkuveitu Húsavíkur.

399. mál
[16:09]

Frsm. iðnn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla að ítreka það hér að vitaskuld hefur hæstv. iðnaðarráðherra umboð frá þingflokki sínum og hún vinnur störf sín í því umboði, hæstv. ráðherra.

Það sem ég hef verið að segja hér í dag, og ég veit að hv. þingmaður er mér sammála um það þótt hann geti ekki komið hér upp meir, er að mikil umræða á eftir að fara fram í þjóðfélaginu um framtíðarskipan orkumála hér á landi. Ég held að allir geti verið sammála um það.

Þó að sú umræða hafi staðið hér í einhverja mánuði er alveg ljóst að margra ára umræða verður um þetta stóra málefni, þetta stóra viðfangsefni, í framtíðinni. Því segi ég það hér: Við erum rétt á upphafspunktinum og eigum eftir að takast á í pólitíkinni um þetta mál eins og svo mörg önnur.