131. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2005.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[16:42]

Frsm. 2. minni hluta menntmn. (Kolbrún Halldórsdóttir) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Vinstri hreyfingin – grænt framboð er á móti valdboði. Það get ég fullyrt.

Við sjáum ekki betur en að hér sér ákveðið valdboð í gangi. Hvað er fólki í Tækniháskóla Íslands boðið upp á sem valkost í sjálfu sér annað en það að lög um Tækniháskóla Íslands verði afnumin? Það frumvarp sem hér er til umræðu fjallar ekki um nokkurn skapaðan hlut annan en þann að lög um Tækniháskóla Íslands, sem við sömdum og samþykktum með glæsibrag og mikilli samstöðu, nánast við fagnaðarlæti allra viðstaddra fyrir rúmum tveimur árum, eru nú afnumin. (JBjarn: Þetta er valdníðsla, ekki einu sinni valdboð.) Það má kannski taka undir það með hv. þingmanni að þetta sé fremur valdníðsla en valdboð.

Ég mun aldrei samþykkja valdboð, hvorki þetta né önnur.