131. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2005.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[17:18]

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Það kemur fram í viljayfirlýsingu um stofnun einkahlutafélags sem tæki yfir starfsemi Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands að Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru sammála þeirri leið sem hér er farin og telja að með því sé framtíð skólans best tryggð og að hann geti þannig best gegnt hlutverki sínu. Ég hef enga ástæðu til að draga í efa dómgreind þessara aðila í því máli.