131. löggjafarþing — 81. fundur,  2. mars 2005.

Skoðunarferðir í Surtsey.

525. mál
[12:31]

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmönnum ágætar umræður. Við erum auðvitað öll sammála um mikilvægi Surtseyjar sem einstaks náttúrufyrirbæris. Okkur ber þess vegna að fara með gát í þeim efnum að leyfa umferð um eyjuna. Ég hef farið að ráðum þeirra sem gerst þekkja til, sem telja að það sé ekki óhætt að svo stöddu að svo sé gert.