131. löggjafarþing — 81. fundur,  2. mars 2005.

Landnám lífvera í Surtsey.

526. mál
[12:44]

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S):

Frú forseti. Ég þakka þessa skemmtilegu umræðu. Það er óhætt að segja að þingmenn hafa sett hér fram mjög frjóar hugmyndir og ég mun taka þær til sérstakrar skoðunar. Ég tek undir að það er auðvitað verkefni að koma fræðslu um eyna og rannsóknum þar enn betur á framfæri við almenning. Ég veit að þar eru menn að vinna með skipulögðum og góðum hætti en það er auðvitað svo að alltaf er hægt að gera betur. Nútímatækni hefur fært okkur miklu fleiri tækifæri en við höfum nokkru sinni áður haft til þess og ég held að t.d. varðandi skólana væri alveg örugglega hægt að gera betur á þeim vettvangi.