131. löggjafarþing — 81. fundur,  2. mars 2005.

Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins.

536. mál
[14:59]

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Sigurður Kári Kristjánsson spyr mig, með leyfi forseta:

„Hver er formleg staða svokallaðra Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins gagnvart stofnuninni?“

Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins er sjálfstætt félag sem hefur að markmiði að vinna að málefnum Ríkisútvarpsins. Hvorki er getið um starf samtakanna í lögum um Ríkisútvarpið, nr. 122/2000, né í útvarpslögum, nr. 53/2000, og þau hafa engin formleg tengsl við Ríkisútvarpið hvað varðar stjórn þess, rekstur eða stefnu. Útvarpsstjóri hefur setið aðalfundi Hollvinasamtakanna sem gestur og ávarpað fundarmenn og samtökin aðstoðuðu við undirbúning Kastljóssþáttar á síðasta ári sem var sérstaklega um málefni Ríkisútvarpsins.

Það er því ekki furða, hæstv. forseti, þótt hv. þingmaður og fyrirspyrjandi, Sigurður Kári Kristjánsson, hafi ekki fundið neitt um Hollvinasamtökin á vef Ríkisútvarpsins enda er ekki um nein formleg tengsl Ríkisútvarpsins við Hollvinasamtökin að ræða.