131. löggjafarþing — 82. fundur,  2. mars 2005.

Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað.

191. mál
[16:08]

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Hér er verið að gefa sérstakan afslátt á kostnað íslenskrar tungu, verið að spara í ríkisútgjöldunum á íslenskri tungu. Þetta er ekki eina dæmið þessi missirin og því miður ekki eina dæmið um það að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir slíkum sparnaði.

Mér finnst það fráleitt. Við eigum að standa á okkar rétti hvað sem erkibiskupar segja. Ég segi nei.