131. löggjafarþing — 83. fundur,  3. mars 2005.

Norræna ráðherranefndin 2004.

516. mál
[11:40]

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Er ekki hægt að ætlast til þess á hv. Alþingi að það geti farið fram málefnaleg umræða (SigurjÞ: Ég tel mig hafa gert það.) um það mikilvæga mál sem hér er til umfjöllunar, sem er norrænt samstarf? Hv. þm. Sigurjón Þórðarson greip þetta tækifæri til þess að koma hér upp og fara með fleipur og rangt mál í máli sem er algjörlega óskylt því sem við erum að ræða um.

Ég segi nú bara að það er ekki undarlegt þó að kannanir sýni að álit sé ekki orðið mikið á þessari virðulegu stofnun.