131. löggjafarþing — 83. fundur,  3. mars 2005.

Norræna ráðherranefndin 2004.

516. mál
[13:10]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Hæstv. ráðherra sakaði mig um rangfærslur. Ég krafði hana svara um hvað væri rangt í máli mínu en hæstv. ráðherra hefur ekki svarað því. Ég óska því eftir að hún dylgji ekki um rangfærslur í máli manna heldur svari því hvað hafi verið rangt. Ef það var ekkert í máli mínu sem hún getur fært í orð að hafi verið rangt er ég alveg tilbúinn til að fyrirgefa hæstv. ráðherra ef hún biðst afsökunar. Það er minnsta mál. En mér finnst lágmark að fólk geri grein fyrir því hvað það er ef það er að dylgja um að hv. þingmenn fari með rangt mál.