131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[15:17]

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er athyglisvert hvaða leið hv. þingmaður velur til að ræða það mál sem hér liggur fyrir. Ég vil beina athygli hv. þingmanns að niðurstöðu svokallaðrar hringormanefndar. Hverjar eru þær? Að leggja til að ákvæðið sé inni vegna þess að þær aðstæður kunni að skapast að það hafi skaðleg áhrif á samkeppni og við þær aðstæður breyti þær skipulagi sínu. Þetta er niðurstaða hringormanefndar sem hæstv. viðskiptaráðherra skipaði. Sú niðurstaða er í samræmi við að núverandi ákvæði 17. gr. sé áfram inni. Ég er sammála niðurstöðu hringormanefndar í málinu. (Gripið fram í.)