131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[17:17]

Dagný Jónsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil segja hv. þingmanni að í þessu er heimild til að krefjast skipulagsbreytinga á fyrirtækjum og ég tel það mjög mikilvægt. Ég held að ekki sé ástæða til að gera lítið úr því þó að nefnd sé að störfum á vegum hæstv. forsætisráðherra sem skoða á þessi samskipti. Þetta er viðkvæmt mál hjá mörgum en ég tel það góð og vönduð vinnubrögð að kafað sé djúpt ofan í það mál og ítreka að þegar niðurstaða úr þeirri vinnu kemur er ekki útilokað að við tökum ákvæðið inn.