131. löggjafarþing — 86. fundur,  9. mars 2005.

Um fundarstjórn.

[15:03]

Margrét Frímannsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt að hér þurfa að vera bæði þingmenn og ráðherrar til að hægt sé að spyrja og svara. En ég minni á að við höfum ákveðna viðveruskyldu. Leggi þingmaður fram fyrirspurn sem á að svara innan ákveðins tíma og sé ráðherra tilbúinn til að svara henni þá á það auðvitað að ganga þannig fyrir sig að hægt sé að taka málið á dagskrá nema sérstakar aðstæður hindri.

En ég ítreka bara að ég tel nauðsynlegt að við skipuleggjum vinnu okkur betur en gert hefur verið í tveimur síðustu fyrirspurnatímum.