131. löggjafarþing — 88. fundur,  14. mars 2005.

Áhrif hvalveiða á ímynd Íslands sem ferðamannalands.

630. mál
[15:08]

Guðmundur Árni Stefánsson (Sf):

Herra forseti. Ég samþykki að sjálfsögðu fyrirliggjandi skýrslubeiðni en vil hins vegar halda því til haga í þessu samhengi að það er eftirspurn eftir fréttum af hinni löngu útrás hæstv. sjávarútvegsráðherra í kynningarstarfi á málstað okkar Íslendinga í hvalveiðimálum almennt. Hvort það spili inn í skýrslu hæstv. samgönguráðherra skal ég ekkert segja um en það er eftirspurn eftir því að heyra frá hæstv. sjávarútvegsráðherra hvernig hið viðamikla útbreiðslustarf á málstað okkar gangi. (Gripið fram í: … fyrirspurn.)