131. löggjafarþing — 88. fundur,  14. mars 2005.

Tekjuskattur og eignarskattur.

137. mál
[16:53]

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Samanburður á launum fyrir sambærileg störf í skattskrá getur beinlínis leitt í ljós að um er að ræða kynbundinn launamun fyrir sambærileg störf.

Svo kom þessi gamli söngur: Vill ekki atvinnurekandinn græða, vill hann ekki ráða hæft fólk og þar fram eftir götunum? Er virkilega verið að halda því fram í okkar þjóðfélagi, vitandi betur, að konur hafi bara lítinn hluta af hæfileikum karla? (PHB: Að sjálfsögðu ekki.) Það er það sem raunveruleikinn sýnir og það blasir við. (PHB: … hins vegar.) Konur eru ekki valdar og þær eru ekki metnar að verðleikum. Það er eitthvað annað en gróðavon sem rekur menn áfram í þeim efnum en sú staðreynd að konur standa jafnfætis karlmönnum að verðleikum. Það er eitthvað allt annað sem liggur þar á bak við.