131. löggjafarþing — 88. fundur,  14. mars 2005.

Tekjuskattur og eignarskattur.

137. mál
[17:10]

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það voru ekki mín orð að kjararannsóknir stæðu og féllu með skattskrám. Ég held að það sé misskilningur. Hafi ég misst það út úr mér þá er það beinlínis rangt. Ég held því samt enn fram að baktilgangur þessa frumvarps, hvort sem hann er meðvitaður eða dulinn, sé hagsmunagæsla fyrir auðmenn.