131. löggjafarþing — 89. fundur,  15. mars 2005.

Umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.

215. mál
[14:43]

Frsm. sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka góð orð og tel mjög eðlilegt að áður en við fáum þessa menn á fund hjá okkur, þ.e. frá sjávarútvegsráðuneyti og Fiskistofu, að nefndarmenn fái aðeins að leggja fram spurningar og útskýra hvað þeim liggur mest á hjarta varðandi þetta mál þannig að menn komi svolítið undirbúnir á fundinn því þetta er það mikið mál að fjalla um og ég á von á því að það muni taka einn til tvo fundi í sjávarútvegsnefnd að ræða það.