131. löggjafarþing — 90. fundur,  16. mars 2005.

Þjónustusamningur við Sólheima.

596. mál
[13:01]

Fyrirspyrjandi (Rannveig Guðmundsdóttir) (Sf) (ber af sér sakir):

Virðulegi forseti. Ég nota þennan möguleika sem heitir að bera af sér sakir til þess að bregðast við. Það er ekki ásættanlegt að ráðherrann komi í seinna svari sínu og segi þá að þjónustusamningurinn hafi verið útrunninn. (Forseti hringir.) Virðulegi forseti. Ég á engan ...

(Forseti (BÁ): Forseti verður að gera athugasemdir við þetta vegna þess að þessi heimild til að bera af sér sakir varðar sakir en er ekki til þess að halda áfram efnislegri umræðu um málið. Það er alveg skýrt.)

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki í efnislega umræðu. Ég ætla bara að tilkynna forseta það ... (Gripið fram í.) Ég ætla bara að tilkynna forseta það að það sem kom fram í seinni ræðu ráðherrans er mjög ósæmilegt að koma með þegar viðkomandi þingmaður getur ekki svarað, virðulegi forseti.

(Forseti (BÁ): Forseti vill árétta að þá heimild sem þingsköp gefa til hv. þingmanna til þess að bera af sér sakir á ekki að nota til að halda áfram efnislegri umræðu um mál.)