131. löggjafarþing — 92. fundur,  17. mars 2005.

Sveitarstjórnarlög.

639. mál
[12:23]

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er ekki rétt hjá hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni, og hann veit náttúrlega betur. Hann veit að Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur staðið að tillögusmíði á Alþingi sem miðar að því að koma til móts við þau sveitarfélög sem standa sérstaklega illa. Við erum flokkur tekjujöfnunar og ekki aðeins þegar litið er á einstaklingana í samfélaginu, heldur einnig byggðafélögin, sveitarfélögin í landinu. Við erum flokkur raunhæfrar byggðastefnu. Okkur hefur einmitt verið legið á hálsi fyrir að vilja standa fyrir skattheimtu til að skjóta inn í samneysluna til jöfnunar í samfélaginu. Við höfum verið gagnrýnd fyrir það, fyrir að vera skattaflokkur.

Nú segja menn skyndilega: Ja, þið viljið ekkert gera fyrir þá sem standa höllum fæti. Hver er eiginlega (Forseti hringir.) brúin í málflutningi Sjálfstæðisflokksins og hv. þm. (Forseti hringir.) Einars K. Guðfinnssonar? Ég kem ekki auga á hana. (Gripið fram í.) Hún er ekki heyrð.