131. löggjafarþing — 92. fundur,  17. mars 2005.

Sveitarstjórnarlög.

639. mál
[14:32]

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist að útlitið er að lagast hjá sveitarfélögunum og miðað við fjárhagsáætlun þeirra núna er gert ráð fyrir 1,5 milljörðum í tekjuafgang eins og staðan er nú. Auðvitað skiptir máli að sveitarfélögin eru að upplifa breytta stöðu og bætta stöðu með bættum rekstri væntanlega, vegna aðgerða sem komið hafa frá hendi okkar á Alþingi og ríkisstjórnarinnar til að bæta hag sveitarfélaganna. Við hljótum að fagna því sameiginlega, hv. þm. Ögmundur Jónasson og ég.