131. löggjafarþing — 92. fundur,  17. mars 2005.

Sveitarstjórnarlög.

639. mál
[14:36]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Ég var ekki að ræða um hvort ég væri á móti þessum tillögum. Ég var að ræða um að hlutur hins opinbera hefur vaxið og það á að vera áhyggjuefni, og það sem verra er fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hann virðist þenja ríkisbáknið út á kostnað þeirra sem hafa lágu launin. Við sjáum það t.d. í nýjustu skattatillögunum sem boðaðar voru fyrir áramótin að þá var verið að lækka skattprósentuna. Það er sífellt verið að auka skattpíningu eldri borgara og þeirra sem hafa lágu launin. Við í Frjálslynda flokknum erum ósammála þessu og viljum að gætt sé að útgjöldum ríkisins. Auðvitað verður að horfa á verkefnatilflutning. Það er síðan annað mál og ég vona að hv. þingmaður geri sér grein fyrir því.