131. löggjafarþing — 92. fundur,  17. mars 2005.

Sveitarstjórnarlög.

639. mál
[14:37]

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég gat ekki skilið svar hv. þingmanns öðruvísi en svo hann sé á móti því að hlutur hins opinbera vaxi og við getum verið sammála um það. Við höfum einmitt haldið því fram í þessari umræðu að ekki væri ástæða til að skattpína almenning meira og þess vegna höfum við lagst gegn því að farið væri t.d. í útsvarshækkun til þess að það kæmi ekki fram sem skattahækkun.

Ég heyri á hv. þingmanni að hann hlýtur að vera sammála okkur um þetta fyrst hann er svona á móti því að auka hlut hins opinbera. Við höfum lagt til að þarna yrði tilflutningur af tekjum ríkisins yfir til sveitarfélaganna og tillögurnar sem nú eru til umræðu fela það einmitt í sér.