131. löggjafarþing — 92. fundur,  17. mars 2005.

Sveitarstjórnarlög.

639. mál
[15:59]

Guðjón Hjörleifsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var samkomulag í sameiningarnefnd að tillögur nefndarinnar yrðu kynntar á landsþinginu á morgun. Smári Geirsson mun kynna þær og ég hvet … (Gripið fram í: Leyndó?) Það er leyndó. (Gripið fram í.) Það er meira að segja leyndó með Vogana. Ég veit að hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson er mjög spenntur að athuga hvort Vogarnir muni koma yfir til Hafnarfjarðar, en ég hef tekið eftir því að hv. þm. Jón Gunnarsson horfir til Hafnarfjarðar því hann er alveg hættur að segja Hafnarfjarðarbrandara frammi í sal eins og oft áður.

Varðandi Ásahrepp eru málin þannig að það var nýbúið að sameina á Hvolsvelli og á Hellu og beðið var um frest meðan þau sameiningarmál voru að ganga í gegn. Menn þurftu meiri aðlögun og það var út af því sem það mál frestaðist. En önnur leyndarmál verða ekki uppljóstruð hér.