131. löggjafarþing — 93. fundur,  21. mars 2005.

2. fsp.

[15:22]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur tekið öll völd í Reykjavíkurlistanum, það er alveg ljóst. En aðalatriðið í þessu er kannski að með þeirri ákvörðun sem búið er að tilkynna af hálfu Reykjavíkurborgar er verið að setja pressu á öll hin sveitarfélögin, þau sem minna mega sín, og klessa þeim upp að vegg þegar búið er að láta þau hafa alla þessa peninga til að reyna að bjarga sér — í það minnsta var okkur talin trú um að hin nýju framlög gætu orðið til þess að sveitarfélögin gætu frekar bjargað sér. Nú er búið að setja þau upp við vegg með þessum hætti og gera þar með kröfu innan raða sveitarfélaganna um stóraukin útgjöld á þessu sviði. Ég tel þetta ekki vel að verki staðið.