131. löggjafarþing — 93. fundur,  21. mars 2005.

Um fundarstjórn.

[15:38]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil fyrst biðja hv. þingmann að gæta velsæmis. Í öðru lagi vil ég benda hv. þingmanni á að það er erfitt að gefa mönnum orðið sem ekki hafa beðið um það. (SigurjÞ: Ég var búinn …) Gera svo vel og þegja. Það barst engin beiðni til mín frá neinum þingmanni Frjálslynda flokksins um að fá að taka til máls um óundirbúnar fyrirspurnir.

Í öðru lagi, það sem hv. þingmaður sagði um vinnubrögð á fundum formanna þingflokka og forseta mun ég ræða á þeim fundum sérstaklega, þær athugasemdir sem koma fram frá hv. þingmanni, en ég vil biðja hv. þingmenn að gæta hófs í því að veitast að fundarstjórn forseta ef þeir hafa annað í huga.