131. löggjafarþing — 93. fundur,  21. mars 2005.

Um fundarstjórn.

[15:41]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil biðja hv. þingmann að beina orðum sínum til forseta ef hann hefur yfir einhverju að kvarta en vera ekki með persónulegar aðfinningar að öðrum hv. þingmönnum. Það er ekki viðeigandi þegar verið er að ræða um fundarstjórn forseta.

Í annan stað vil ég segja að ég get látið gera samantekt á því hvort óeðlileg brögð séu að því að ég gefi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins orðið undir þessum lið, fyrirspurnum til ráðherra, og er sjálfsagt að hún verði lögð fram á fundi með þingflokksformönnum næst þegar þingflokksformenn hittast. Getur þá hver sem er gengið úr skugga um hvort ég hafi í stjórn þingsins hyglað flokksmönnum mínum undir þessum dagskrárlið.