131. löggjafarþing — 93. fundur,  21. mars 2005.

Um fundarstjórn.

[15:48]

Forseti (Halldór Blöndal):

Að gefnu tilefni vil ég taka fram að formaður þingflokks Frjálslynda flokksins, hv. þm. Magnús Þór Hafsteinsson, hv. 9. þm. Suðurk., var á þeim fundi með forseta þar sem þessi utandagskrárumræða var ákveðin. Ég spurði hann sérstaklega að því hvort hann hefði við það að athuga, sem hann ekki hafði.

Ég vil jafnframt segja það að ég hef spurt skrifstofustjóra Alþingis að því hvort honum hafi borist beiðni frá þingmanninum. Það þarf að berast skrifleg beiðni til þess að menn geti fengið orðið undir þeim dagskrárlið sem hér var ræddur, fyrirspurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þingskapa. Hann segir mér að honum hafi ekki borist skrifleg beiðni um það frá hv. þingmanni að hann óskaði eftir því að taka til máls á þessum fundi.

Af þeim ástæðum er það ljóst að mér var ómögulegt að gefa hv. þingmanni orðið, enda renndi mig ekki í grun að hann langaði til að taka til máls og átti ekki von á því.