131. löggjafarþing — 96. fundur,  21. mars 2005.

Sveitarstjórnarlög.

639. mál
[18:52]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil engu um það spá með hvaða hætti þetta verkefni verður útfært, ekkert frekar en ég treysti mér til að gera á fimmtudaginn var og þá var þetta útspil borgarstjórans í Reykjavík ekki fram komið. Ég tók það fram í umræðum á fimmtudaginn að nú ætti eftir að útfæra þetta mál, fyrir lægi samkomulag um að ríkið mundi greiða fasteignaskatta af tilteknum eignum sínum, fyrir lægi hvert það fjármagn yrði, 600 milljónir á ári þegar til fullra framkvæmda væri komið, en hins vegar lægi ekki fyrir með hvaða hætti þetta yrði útfært. Það hefur ekkert breyst og afstaða mín til málsins ekki heldur.