131. löggjafarþing — 96. fundur,  21. mars 2005.

Sveitarstjórnarlög.

639. mál
[18:54]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt skilið hjá hv. þm. Einari Má Sigurðarsyni að fyrir liggur núna staðfesting þeirra aðila sem að þessu samkomulagi standa, þ.e. í fyrsta lagi ríkisstjórnar sem hefur fjallað um málið á fundi sínum og í öðru lagi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem sömuleiðis hefur gert það.

Ég get ekkert kveðið öðruvísi að orði í mínu seinna andsvari en í hinu fyrra. Ég vil ekkert útiloka né heldur slá nokkru föstu um útfærslu málsins, ekkert frekar í dag en í gær né þá heldur á morgun.