131. löggjafarþing — 96. fundur,  21. mars 2005.

Sveitarstjórnarlög.

639. mál
[18:58]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og fram hefur komið í umræðum á Alþingi er að því stefnt að á komandi hausti liggi fyrir endanlegar tillögur um það með hvaða hætti færa megi verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Ég hygg að það verði kannski þunginn í viðræðum sem eiga munu sér stað milli ríkis og sveitarfélaga á næstu mánuðum að fara yfir það mál og komast þá að einhverri niðurstöðu um það. Fyrir liggja tillögur verkefnisstjórnar um ákveðin verkefni á því sviði sem fyrst og fremst lúta að heilbrigðis- og félagsmálum þannig að ég á síður von á því að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um þetta verkefni sérstaklega verði teknar upp á næstu vikum.