131. löggjafarþing — 96. fundur,  21. mars 2005.

Sveitarstjórnarlög.

639. mál
[19:02]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Lúðvíki Bergvinssyni fyrir ræðu hans. Ég gef mér og ætla að setja það fram sem fullyrðingu, þar sem hv. þingmaður á þess ekki kost að svara fyrir sig, að hann sem sveitarstjórnarmaður í Vestmannaeyjum muni beita sér fyrir því með oddi og egg að leikskólabörn þar hafi gjaldfrjálsan leikskóla.