131. löggjafarþing — 96. fundur,  21. mars 2005.

Sveitarstjórnarlög.

639. mál
[19:04]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég velti aðeins fyrir mér hvort ég ætti að taka sérstaklega upp málefnið Staða ullariðnaðarins undir þessum lið, en ég ætla að láta það hjá líða.

En ég kalla eftir skýrri afstöðu Frjálslynda flokksins til þeirra hugmynda um breytta tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga sem liggur fyrir í málinu. Er Frjálslyndi flokkurinn á móti því að færa 9,5 milljarða frá ríki til sveitarfélaga næstu þrjú ár?